• Serrano_Home_imageslider_quesadillas_new
  • Serrano_Home_imageslider_sanna
  • matsedill-mynd1 copy

HOLLUR OG FERSKUR MEXÍKÓSKUR MATUR

Við bjóðum þér uppá mexíkóskan skyndibita sem er bæði bragðgóður og hollur.  Í raun leggjum við sérstaka áherslu á að hann sé hollur.  Við veljum einungis úrvals hráefni og matreiðum þannig að hollustan haldi sér.

MATSEÐILL

matsedill-mynd

Réttirnir okkar eru bæði matarmiklir og saðsamir og við fullyrðum að þeir
séu það hollir að þú getir borðað hjá okkur alla daga vikunnar. Og það án þess
að einkaþjálfarinn refsi þér með 50 auka magaæfingum.

HEILSA

heilsalokaloka

Við matreiðum réttina okkar einungis úr hágæða hráefni sem við vinnum
á staðnum. Meira að segja sósurnar eru unnar frá grunni úr fersku grænmeti,
kryddjurtum og góðum olíum. Sykur og salt er í lágmarki en trefjar og prótín
í hámarki. Útkoman er girnilegur og fitulítill matur. Matur sem þú getur
borðað með góðri samvisku.

FÆÐUÓÞOL

Við komum til móts við þá sem eru með fæðuofnæmi eða fæðuóþol
með því að gefa greinagóðar upplýsingar um innihald allra réttanna á Serrano.
Maturinn okkar inniheldur engin aukaefni.


GRÆNMETISÆTUR

Ef þú ert vegan- eða grænmetisæta finnurðu örugglega
eitthvað við þitt hæfi á Serrano. Til að einfalda þér valið höfum við merkt allan
matinn í afgreiðsluborðinu.


NÆRINGARGILDI

Lífið er alltof stutt og mikilvægt til að maður borði rusl.
Þess vegna viljum við deila því með þér hvað við notum í matinn okkar og hvaða
næringargildi hann hefur.
Verði þér að góðu.


SKOÐA NÁNAR


UM SERRANO

UMSERRANO-mynd

Innblásturinn að matnum okkar kemur frá Mexíkó
og taquerium í Mission hverfinu í San Fransiskó þar sem
serrano-piparinn leikur stórt hlutverk.


Við viljum að matur sé ferskur.


Þess vegna förum við snemma á fætur og búum til Salsa og
Guacamole úr fersku grænmeti og kryddjurtum. Þess vegna getum
við meðhöndlað beitta hnífa.


Þetta er einfalt. Við viljum vera fersk. Þú pantar,
þú færð matinn og finnur ferskleikann.


Þess vegna líður þér vel þegar þú stendur upp - eða stendur
ekki upp, situr bara, nýtur, færð þér sopa, talar sendir sms.


Þannig er það bara og þannig viljum við hafa það.
Njóttu þess. Og komdu aftur.